Svipmynd frá fundinum í Stykkishólmi í gær. Róbert A Stefánsson útskýrir það sem umfram allt einkennir Breiðafjörð, þ.e. 3009 eyjar og 1275 sker. Ljósm. sá.

Breiðafjarðarnefnd vill endurskoða lög um vernd fjarðarins

Breiðafjarðarnefnd, í samstarfi við Náttúrustofu Vesturlands, stendur þessa dagana fyrir fræðslufundaröð um framtíð Breiðafjarðar í sveitarfélögum við fjörðinn. Fundir hafa þegar verið haldnir í Snæfellsbæ og Stykkishólmi, í næstu viku verður fundur í Grundarfirði og á næstunni verður sömuleiðis boðað til funda í Dalabyggð, á Reykhólum og í Vesturbyggð. Á fundunum kemur fram að Breiðafjarðarnefnd hefur ekki myndað sér skoðun á hvort og þá hvaða skref sé heppilegast að stíga varðandi framtíð fjarðarins enda leggur hún áherslu á að heyra í sem allra flestum áður en nokkuð verður aðhafst.

Fundirnir eru haldnir í framhaldi af málþingi sem Breiðafjarðarnefnd stóð fyrir í Tjarnarlundi í Dölum í október á síðasta ári. „Á síðustu misserum hefur nefndin sannfærst um að endurskoða þurfi lög um vernd Breiðafjarðar með það að markmiði að skýra þau og styrkja. Samhliða þeirri vinnu sem og vinnu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins við undirbúning stofnunar Þjóðgarðastofnunar, hefur nefndin rætt ýmsa möguleika og tækifæri fyrir framtíð Breiðafjarðar. Málþingið í október og fræðslufundirnir nú í byrjun árs eru liður í því að kalla eftir viðbrögðum íbúa, atvinnulífs, sveitarstjórna og annarra hagsmunaaðila við vangaveltum Breiðafjarðarnefndar,“ segir í kynningu á heimasíðu Breiðafjarðarnefndar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

21 smit í gær

Alls greindist 21 innanlandssmit Covid-19 faraldursins í gær (fimmtudag). Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 14... Lesa meira