Vesturlandsslagur í kvöld

Það verður Vesturlandsslagur í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik í kvöld, þegar Snæfell og Skallagrímur mætast í Stykkishólmi. Þessi nágrannalið hafa marga rimmuna háð í gegnum tíðina og viðureignir þeirra verið þrungnar aukinni spennu.

Liðin hafa mæst tvisvar í deildinni það sem af er yfirstandandi keppnistímabili og hafa Skallagrímskonur sigrað í báðum leikjunum.

Fyrir leik kvölsins sitja Skallagrímskonur í fimmta sæti deildarinnar með 20 stig og eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn í vor. Snæfellskonur eru hins vegar í sjötta sæti með átta stig.

Vesturlandsslagur Snæfells og Skallagríms hefst í kvöld, fimmtudaginn 23. janúar kl. 19:15, í íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir