Veganvagninum á Akranesi lokað um mánaðamótin

Forsvarsmenn Junkyard vegan vagnsins á Akranesi hafa tilkynnt að vagninn verði lokaður frá og með 1. febrúar næstkomandi. Junkyard var opnaður af hjónunum Daniel Ivánovics og Evu Helgadóttur í mars á síðasta ári og fékk hann strax góðar viðtökur, en aðeins er seldur vegan matur í vagninum. Í tilkynningunni á Facebook síðu fyrir vagninn segir að ástæða lokunarinnar tengist ófyrirséðum fjölskylduaðstæðum og meiðslum. Þá er einnig tekið fram að einn daginn muni vagninn á Akranesi verða opnaður að nýju. Vagninn verður opinn alla daga nema mánudag og þriðjudag út þennan mánuð.

Líkar þetta

Fleiri fréttir