Klettsfoss, þriðji neðsti merkti veiðistaður í Reykjadalsá í Borgarfirði.

SVFK tapar máli um veiðirétt í Reykjadalsá

Héraðsdómur Reykjaness vísaði í dag frá dómi máli sem Stangaveiðifélag Keflavíkur höfðaði gegn Fiskistofu og Fiskræktar- og veiðifélagi Reykjadalsár í Borgarfirði. Krafðist SVFK þess að felld yrði úr gildi stjórnvaldsákvörðun Fiskistofu frá 15. janúar 2019 þar sem felldur var úr gildi samningur sem meirihluti stjórnar Veiðisfélags Reykjadalsár hafði gert við SVFK um ráðstöfun á veiði í Reykjadalsá 3. apríl 2018. Veiðifélagið tók síðasta sumar sjálft yfir sölu veiðileyfa í ána, nokkrum dögum fyrir upphaf veiðitímabils, í ljósi stjórnvaldsákvörðunar Fiskistofu. Þessu vildi Stangaveiðifélag Keflavíkur ekki una og stefndi því Fiskistofu og  veiðifélagi árinnar. Krafðist SVFK lögbanns síðastliðið vor á sölu veiðifélagsins, en sýslumaðurinn á Vesturlandi félls ekki á það með úrskurði sem féll 12. júní 2019. Stangaveiðfélag Keflavíkur var gert að greiða allan málskostnað fyrir héraðsdómi, 800 þúsund krónur til Fiskistofu annars vegar og hins vegar sömu upphæð til Fiskræktar- og veiðifélagi Reykjadalsár.

Líkar þetta

Fleiri fréttir