Þrjú efstu atriðin í Hátónsbarkanum. F.v. Maja Daníelsdóttir Schnell sem hafnaði í öðru sæti, þá sigurvegarinn Ninja Sigmundsdóttir fyrir miðju og henni á vinstri hönd þær Anna María Sigurðardóttir og Bergþóra Edda Grétarsdóttir sem höfnuðu í þriðja sæti. Ljósm. Arnardalur.

Ninja Sigmundsdóttir sigraði í Hátónsbarkanum

Hátónsbarkinn var haldinn í Tónbergi á Akranesi í gærkvöldi. Um er að ræða söngkeppni Brekkubæjarskóla, Grundaskóla og félagsmiðstöðvarinnar Arnardals, í samstarfi við Tónlistarskólann á Akranesi. Að þessu sinni voru átta atriði skráð til leiks og tókst keppnin vel til í alla staði, að því er fram kemur á Facebook-síðu Arnardals. „Geta ungmennin sem stigu á stokk verið mjög stolt af sér fyrir sína frammistöðu,“ er ritað þar.

Úrslit keppninnar voru þau að Ninja Sigmundsdóttir sigraði, en hún söng lagið „I‘d rather go blind“. Í öðru sæti hafnaði Maja Daníelsdóttir Schnell með laginu „Flyt me to the Moon“ og í þriðja sæti höfnuðu þær Anna María Sigurðardóttir og Bergþóra Edda Grétarsdóttir sem sungu lagið „You are the reason“.

Tvö efstu sætin í keppninni tryggja þátttökurétt á söngkeppni félagsmiðstöðva á Vesturlandi, en sú keppni verður haldin á Akranesi í dag, miðvikudaginn 29. janúar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir