Leitin að rassvöðvunum

Ungmennasamband Borgarfjarðar og Heilsueflandi samfélag standa í sameiningu fyrir fyrirlestri með gagnlegri fræðslu og markmiðasetningu í Hjálmakletti í Borgarnesi frá kl. 20-22 í kvöld. ,,Leitin að rassvöðvunum!” Gauti Grétarsson, einn reyndasti sjúkraþjálfari landsins fjallar um mikilvægi hreyfingar. ,,Hvað viltu? Vegferð að velgengni & vellíðan.” Aldís Arna Tryggvadóttir, ICF vottaður markþjálfi, fjallar um hvernig ná má árangri í lífinu með markmiðasetningu og sjálfsrækt. Við þetta tilefni verða samningar vegna Landmóts UMFÍ 50+ undirritaðir en mótið verður eins og kunnugt er haldið í Borgarnesi 19. – 21. júní í sumar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir