Hópavinna í gangi. Ljósm. Skessuhorn/mm

Fjölmenni mætti á íbúafund um atvinnumál og stefnumótun Breiðarsvæðis

Í gærkvöldi boðaði Akraneskaupstaðar íbúa og fulltrúa atvinnulífsins til opins fundar um atvinnumál á Garðavöllum. Óhætt er að segja að mikill áhugi hafi verið fyrir umræðuefninu, en gestir voru um 130 þegar mest var. Markmið bæjaryfirvalda með fundinum var að fá íbúa og fyrirtækjaeigendur að borði og ræða uppbyggingu atvinnulífs með sérstakri áherslu á Breið og nágrenni. Bæjarfélagið og sjávarútvegsfyrirtækið Brim eiga stærstan hluta lands á Breiðinni, alls um ellefu hektara.

Fyrirkomulag fundarins var með þeim hætti að Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri fór í upphafi yfir helstu mál sem snerta uppbyggingu atvinnulífs, möguleika, áskoranir, skipulagsmál og einstök verkefni. Að því búnu kynntu tveir sérfræðingar frá KPMG, þeir Steinþór Pálsson og Sævar Kristinsson, sviðsmyndir um framtíð atvinnulífs á Vesturlandi og kynntu auk þess ólíka valkosti um hvernig styrkja má uppbyggingu atvinnulífs í bæjarfélaginu með áherslu á Breið og nágrenni. Eftir framsögur og kynningar var fundarfólki skipað í hópi sem ræddu aðgreind mál og skráðu á blöð hugmyndir um Akranes framtíðarinnar. Afrakstur þeirrar hugmyndavinnu verður síðan notaður sem innlegg til áframhaldandi stefnumótunar í atvinnulífi í bæjarfélaginu.

Ítarlega verður fjallað um fundinn í næsta Skessuhorni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

21 smit í gær

Alls greindist 21 innanlandssmit Covid-19 faraldursins í gær (fimmtudag). Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 14... Lesa meira