Atvinnuleysi mælist nú 3,9%

Samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofu Íslands voru atvinnulausir í röðum landsmanna 7.300 í desember, eða 3,9% af vinnuaflinu. Það er 0,2 prósentustigum lægra hlutfall en í nóvember. Frá desember 2018 hefur atvinnuleysi aukist um 1,8 prósentustig á landsvísu, en á sama tíma hefur atvinnuþáttaka aukist lítillega, eða um 0,2 prósentustig. Aftur á móti hefur hlutfall starfandi lækkað um 1,2 prósentustig.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

21 smit í gær

Alls greindist 21 innanlandssmit Covid-19 faraldursins í gær (fimmtudag). Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 14... Lesa meira