Anna Lára Steindal.

Anna Lára verkefnisstjóri hjá Þroskahjálp

Skagakonan Anna Lára Steindal hefur verið ráðin til Þroskahjálpar til eins árs í starf verkefnastjóra í málefnum fatlaðra barna og ungmenna og fatlaðs fólks af erlendum uppruna. Í þeim hópi eru innflytjendur, hælisleitendur og flóttafólk. Undanfarin ár hefur Anna Lára sinnt fjölbreyttum verkefnum á sviði mannréttindamála, m.a. unnið að innflytjenda- og flóttamannamálum á vettvangi Rauða krossins, starfað sem verkefnisstjóri mannréttindamála hjá Akraneskaupstað og sinn fjölbreyttum verkefnum sem fyrirlesari og kennari í fullorðinsfræðslu, einkum á sviði sjálfbærni, fjölbreytileika og jafnra tækifæra í samfélagi. Í starfi sínu hjá Akraneskaupstað verkstýrði Anna Lára stefnumótun í mannréttindamálum og kom auk þess að mótun fjölmenningarstefnu fyrir Sandgerðisbæ. Árið 2014 fékk hún viðurkenningu Akraneskaupstaðar fyrir framúrskarandi störf að mannréttindamálum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir