Brynhildur var búin að finna og tína upp fjórar tómar Thule dósir þegar þessi mynd var tekin af henni síðastliðinn mánudag. Ljósm. Skessuhorn/mm.

Thule slóð í hverri hlaupaferð

Brynhildur Stefánsdóttir snyrtifræðingur og bóndi á Ytri-Hólmi í Hvalfjarðarsveit fer reglulega út að hlaupa sér til heilsubótar. Vanalega hleypur hún meðfram þjóðveginum á Innnesinu, nokkra kílómetra í hvert sinn. Hún vakti fyrst máls á því fyrir rúmum tveimur árum þegar hún fór að taka eftir því að á og við þjóðveginn lágu alltaf tómar öldósir, sömu gerðar. Nýjar bættust sífellt við þrátt fyrir að hún hafi þá strax byrjað á því í þágu umhverfisins að tína upp dósirnar. Nú rúmum tveimur árum síðar hefur hún ákveðið að láta vita af þessu opinberlega. „Ég hleyp þessa sömu leið þetta einu sinni til tvisvar í viku allt árið. Það bregst ekki að í hverri einustu hlaupaferð tíni ég upp þetta frá þremur og upp í sex tómar bjórdósir. Þessar dósir eru nánast alltaf sömu gerðar. Sá sem skilur þær eftir er greinilega mikill aðdáandi Thule bjórs. Nema reyndar núna um jólin, þá voru þetta allt í einu Bola-dósir, en nú með hækkandi sól aftur Thule.“

Sjá nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir