Lisbeth er hér lengst til hægri að spila með meistaraflokki Skallagríms. Ljósm. Skallagrímur.

Ætlar sér að ná langt í körfunni

Lisbeth Inga Kristófersdóttir er ung og mjög efnileg körfuknattleikskona úr Reykholtsdalnum. Var hún fyrr í þessum mánuði kjörin Íþróttamaður Umf. Reykdæla. Lisbeth er 14 ára gömul, fædd og uppalin á Litla-Bergi, dóttir Þórhildar Maríu Kristinsdóttur og Kristófers Ólafssonar. Þegar hún var tíu ára mætti hún á fyrstu körfuboltaæfinguna sína en fram að því hafði hún verið að æfa sund auk þess sem hún hafði prófað ýmsar íþróttagreinar. Hún hélt áfram að æfa sund fyrst um sinn en um tólf ára aldur þurfti hún að velja á milli sundsins og körfunnar. „Þetta var orðið svolítið mikið en ég valdi körfuna fram yfir sundið,“ segir Lisbeth og brosir. Hún á nú þrátt fyrir ungan aldur sæti í úrvalsdeildarliði Skallagríms í körfuboltanum og lætur vel af því hlutskipti sínu.

Sjá nánar viðtal við Lisbeth Ingu í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir