Körfu ársins skoraði Gunnar Örn í MB

Á Áskorendadegi í Menntaskóla Borgarfjarðar í vikunni sem leið var keppt í körfubolta. Í skólanum eru margir nemendur sem æfa íþróttir af kappi og meðal annars körfubolta. Í mjög jafnri og skemmtilegri viðureign nemenda og kennara voru sýnd mikil tilþrif þar sem nemendur snéru af sér annars knáa kennara. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá magnaða körfu sem Gunnar Örn Ómarsson nemandi skoraði eftir stoðsendingu frá Marinó Pálmasyni. Nemendur og starfsfólk MB hefur tilnefnt þessa körfu sem körfu ársins eða í það minnsta körfu janúarmánaðar!

Hér má sjá myndbrot með körfu ársins

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

21 smit í gær

Alls greindist 21 innanlandssmit Covid-19 faraldursins í gær (fimmtudag). Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 14... Lesa meira