Viðvörun vegna suðaustan roks og asahláku í kvöld

Í dag er spáð vestlægri eða breytilegri átt 3-10 m/s, en hvassari austanlands fram yfir hádegi. Skýjað verður með köflum og stöku él. Frost 0 til 8 stig. Síðan hvessir í kvöld, þykknar upp og fer að hlýna. Suðaustan og sunnan 18-28 m/s í nótt, hvassast í vindstrengjum á Norðurlandi. Talsverð rigning, en úrkomuminna um landið norðaustanvert. Snýst í suðvestan 15-23 á morgun og áfram verður vætusamt, hiti 5 til 10 stig. Slydduél á vesturhelmingi landsins annað kvöld og kólnandi veður.

Viðvaranir eru í gildi frá því seint í kvöld og til hádegis á morgun. Suðaustan stormur eða rok með mikilli rigningu og asahláku. Appelsínugult ástand er t.d. við Breiðafjörð þar sem verður suðaustan stormur eða rok með mikilli rigningu og hlýnandi veðri. Búast má við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikil hálka getur myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó.

Fyrir Faxaflóasvæðið er gul viðvörun, en þar verður sömuleiðis suðaustan hvassviðri eða stormur með mikilli rigningu og asahláku.

Líkar þetta

Fleiri fréttir