Freyja og Stjarni að kljást. Ljósm. af forsíðu Náttúrufræðingsins tók Hrefna Sigurjónsdóttir.

Rannsökuðu háttsemi hrossa í haga

Í nýjasta tölublaði Náttúrufræðingsins, félagsrits Hins íslenska náttúrufræðifélags og tímarits Náttúruminjasafns Íslands, er áhugaverð grein eftir þær Hrefnu Sigurjónsdóttur og Söndru M Granquist. Í greininni er birt niðurstaða rannsóknar á hátterni hrossa. Hross eru félagslyndar skepnur og mynda mismikil tengsl við önnur og óskyld hross. „Hestar kljást og þeir slást – en af hverju? Í greininni eru teknar saman niðurstöður rannsókna á félagshegðun 426 hesta í 20 hópum. Rannsóknirnar náðu yfir 15 ára tímabil og fóru fram á ellefu stöðum á landinu. Niðurstöður sýna að samsetning hópsins hefur mikil áhrif á það hversu árásargjörn hrossin eru. Minnst var árásarhneigðin þar sem stóðhestur varði hóp hryssna og afkvæmi þeirra en hún var einnig lítil í hópum þar sem var fjöldi ungra folalda og samsetning hópsins var stöðug.“ Þá segir að hrossaeigendur geti nýtt sér þessar niðurstöður, m.a. með því að skapa aðstæður sem draga úr árásarhneigð hrossanna og minnka samkeppni um fóður, skjól og vatn. Þá skiptir máli að huga að hópsamsetningu og að halda henni sem stöðugastri.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

21 smit í gær

Alls greindist 21 innanlandssmit Covid-19 faraldursins í gær (fimmtudag). Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 14... Lesa meira