Dagbjört Dúna Rúnarsdóttir frá Sagnaseiði á Snæfellsnesi á tali við Harald Benediktsson, fyrsta þingmann Norðvesturkjördæmis, á Mannamóti í gær.

Fjölmenni á Mannamóti í gær

Mannamót Markaðstofanna var haldið í Kórnum í Kópavogi í gær. Viðburðurinn er haldinn árlega af Markaðsstofum landshlutanna. Markmið mannamóts er að skapa vettvang fyrir ferðaþjónustuaðila til að kynna sér þá fjölbreyttu ferðaþjónustu sem rekin er á landsbyggðinni, sem og fyrir ferðaþjónustuaðila að mynda tengsl sín á milli.

Ekkert laust pláss var á sýningunni, öll 270 sem í boði voru höfðu verið seld nokkru áður en dagurinn rann upp. Að þessu sinni tóku 40 ferðaþjónustuaðilar af Vesturlandi þátt í viðburðinum, sem er mjög sambærilegur fjöldi og verið hefur undanfarin ár.

Skessuhorn var að vanda á staðnum og nánar verður fjallað um Mannamót og rætt við ferðaþjónustufólk af Vesturlandi í blaðinu sem kemur út á miðvikudag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir