Hjónin Gréta María og Ísak ætla að gefa út bók með fæðingarsögum feðra.

Safna fæðingarsögum feðra í bók

Hólmarinn Ísak Hilmarsson og Gréta María kona hans safna fæðingarsögum feðra fyrir bók sem þau ætla að gefa út. Hugmyndin kviknaði síðasta sumar en þar sem Gréta er ljósmóðir eru fæðingar oft ræddar í vinahópi þeirra hjóna. „Ég sagði við hana síðasta sumar að kannski væri sniðugt að safna saman fæðingarsögum feðra og gefa út. Ég verð samt að viðurkenna að ég sagði þetta meira í gríni en Grétu fannst þetta svo frábær hugmynd að við fórum að skoða þetta af alvöru og sáum að þetta var ekki svo galin hugmynd,“ segir Ísak í samtali við Skessuhorn. Þau byrjuðu á að afla sér upplýsinga og skoða hvort það væru til sögur eða bækur með upplýsingum um fæðingarsögur feðra. „Ég held að ég hafi fundið tvær frásagnir frá feðrum á netinu. En það voru mun fleiri sögur frá mæðrum, eðlilega þar sem þær eru í miklu aðalhlutverki í fæðingum,“ segir Ísak.

Í Skessuhorni sem kom út í dag er nánar rætt við Ísak en auk þess birt hans eigin fæðingarsaga; reynslusaga föður þegar fyrsta barn þeirra hjóna var væntanlegt og um fæðingu þess.

Líkar þetta

Fleiri fréttir