Svipmynd frá Mannamóti. Ljósm. kgk.

Mannamót landshlutanna í ferðaþjónustu

Markaðsstofur landshlutanna setja upp kaupstefnuna Mannamót fyrir samstarfsfyrirtæki sín á morgun, fimmtudaginn 16. janúar. Viðburðurinn verður haldinn í Kórnum í Kópavogi . Eftirspurn ferðaþjónustufyrirtækja sem vilja vera með bás á sýningunni hefur aldrei verið meiri en alls verða 270 fyrirtæki með bás. Þá hafa að meðaltali um 800 gestir komið á sýninguna síðustu ár.

Mannamót markaðsstofanna er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni. „Tilgangurinn er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu. Ísland hefur mikið upp á að bjóða og Mannamót hjálpa til við að mynda tengsl innan ferðaþjónustunnar. Gestum á Mannamóti gefst kostur á kynna sér það sem mismundi landshlutar eru að bjóða uppá með áherslu á vetrarferðamennsku. Mannamót er haldið af Markaðsstofum landshlutanna í samstarfi við flugfélagið Erni og Isavia,“ segir í tilkynningu.

Sjá nánar:

Sjálfbær uppbygging ferðaþjónustu á landinu öllu

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir