Skagamaðurinn Anton Elí Ingason er nú á leið á Ólympíukeppni í matreiðslu. Ljósm. arg.

Heldur út til Indlands að keppa í matreiðslu

„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á mat og eldmamennsku en ég var aldrei að pæla í að læra kokkinn,“ segir tvítugi Skagamaðurinn Anton Elí Ingason en um þessar mundir er hann að undirbúa sig fyrir Ólympíukeppni í matreiðslu sem fram fer á Indlandi í lok þessa mánaðar. Anton er fæddur og uppalinn á Akranesi og hefur hvergi annars staðar búið. Hann gekk í Brekkubæjarskóla og fór svo í kokkanám í lok ársins 2015 á veitingastaðnum Galito á Akranesi. „Það ver vinur minn, Ari Jónsson, sem sagði mér að skoða kokkanámið því það væri algjör snilld. Hann sagði mér frá skipulagi námsins og mér fannst það bara hljóma vel, en maður er bara að vinna á veitingastað í tvö og hálft ár, á launum, og lærir helling. Svo eru þetta þrjár annir í skóla,“ segir Anton.

Anton Elí setur stefnuna hátt og er nú á leið utan til keppni í kokkeríi í lok mánaðar. Sjá spjall við hann í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir