Anna Kristjánsdóttir skrifstofustjóri Akraneskirkju. Ljósm. arg.

Anna er nýr skrifstofustjóri Akraneskirkju

Anna Kristjánsdóttir hefur verið ráðin skrifstofustjóri hjá Akraneskirkju. Hún vann í nærri 21 ár hjá Speli, fyrst sem aðalbókari og svo síðasta árið sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Anna hefur því mikla reynslu af bókhaldi. Þá hefur hún starfað í Slysavarnadeildinni Líf þar sem hún lauk m.a. námskeiði í sálrænni skyndihjálp. „Þetta starf freistaði mín fyrst og fremst vegna þess að ég hef lengi haft áhuga á að vinna með einhverjum hætti fyrir kirkjuna og bókhaldsþekking mín og þekking mín á rekstri kemur hér að góðum notum,“ segir Anna í samtali við Skessuhorn.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir