Stjórnsýsluhúsið í Hvalfjarðarsveit.

Samþykkt að kanna hug til sölu ljósleiðarans

Á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar í gær var samþykkt erindi þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða undirskriftasöfnun í Hvalfjarðarsveit þar sem óskað verði eftir almennri atkvæðagreiðslu vegna ákvörðunar sveitarstjórnar um sölu ljósleiðarakerfis í eigu Hvalfjarðarsveitar. Samþykkt var á fundinum að undirskriftasöfnun skuli hefjast 27. janúar nk. og verða lokið 24. febrúar nk. Sveitarstjóra var falið að tilkynna ábyrgðaraðilum og Þjóðskrá Íslands um niðurstöðuna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir