Sæmundur Sigmundsson. Ljósm. úr safni/mm.

Sæmundur er 85 ára í dag

Sæmundur Sigmundsson fyrrum sérleyfishafi í Borgarnesi er 85 ára í dag. Sjálfur hyggst hann ekki halda upp á áfangann, en það ætla hins vegar félagar hans í Fornbílafjelagi Borgarfjarðar að gera með því að bjóða gestum og gangandi upp á kaffi og með‘í í húsnæði félagsins í Brákarey klukkan 20 í kvöld. „Okkur langar til að sýna honum tilhlýðilega virðingu og að bjóðum upp á kaffi og með því í húsakynnum okkar. Sæmundur sjálfur getur að eigin sögn ekki verið meðal okkar, en það gerir bara ekkert til, við höldum upp á þetta afmæli samt,“ segir Gunnar Gauti Gunnarsson stjórnarmaður í Fornbílafjelaginu. „Sæmundur var erlendis þegar við héldum upp á áttræðisafmælið, svo þetta verður þá bara fastur liður eins og venjulega. Vonandi sjá sem flestir sér fært að koma og eru sögur af honum á staðnum vel þegnar og við gluggum eitthvað í bókina Sæmundarsögu rútubílstjóra,“ segir Gunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir