Erlendir ríkisborgarar 13,6% íbúa

Alls voru 49.403 erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi 1. janúar síðastliðinn og fjölgaði þeim um 59 mánuðinn á undan. Á sama tíma fjölgaði íslenskum ríkisborgurum sem eru búsettir hér á landi um 247 samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.

Langflestir erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi eru frá Póllandi, eða 20.655. Pólskum ríkisborgurum sem búsettir eru hér á landi fækkaði milli mánaða og er það í fyrsta sinn í nokkur ár sem fækkun verður í hópi þeirra hér á landi. Pólverjar eru nú 5,7% íbúa landsins en frá öðrum þjóðum eru 7,9% íbúa. Alls eru því 13,6% íbúa landsins erlendir ríkisborgarar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Héldu tombólu fyrir RKÍ

Þær Esther Nanna Lýðsdóttir og Þóra Birna Jónsdóttir héldu nýverið tombólu til stuðnings Rauða krossinum. „Þessar duglegu stelpur söfnuðu 9.058... Lesa meira

Reykhóladagar að baki

Hinir árlegu Reykhóladagar voru haldnir hátíðlegir dagana 24.-26. júlí síðastliðna. Dagskráin í ár var nokkuð lágstemmdari en verið hefur undanfarin... Lesa meira