Erlendir ríkisborgarar 13,6% íbúa

Alls voru 49.403 erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi 1. janúar síðastliðinn og fjölgaði þeim um 59 mánuðinn á undan. Á sama tíma fjölgaði íslenskum ríkisborgurum sem eru búsettir hér á landi um 247 samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.

Langflestir erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi eru frá Póllandi, eða 20.655. Pólskum ríkisborgurum sem búsettir eru hér á landi fækkaði milli mánaða og er það í fyrsta sinn í nokkur ár sem fækkun verður í hópi þeirra hér á landi. Pólverjar eru nú 5,7% íbúa landsins en frá öðrum þjóðum eru 7,9% íbúa. Alls eru því 13,6% íbúa landsins erlendir ríkisborgarar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Nýr formaður SFS

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma á Siglufirði, hefur tekið við formennsku af Jens Garðari Helgasyni í Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Tveir... Lesa meira