Þannig var færðin á vegum klukkan 9:40 í dag.

Enn er bálhvasst um vestanvert landið – erfið færð eða ófært

Mikið hvassviðri hefur síðan í gærdag einkennt veðráttuna um vestanvert landið. Hávaða rok af norðaustan stingur sér illa niður á svæðum þar sem vindur stendur af fjöllum. Á Kjalarnesi þurfti í gærkvöldi að loka veginum fyrir umferð eftir að ökumenn voru að lenda í vandræðum. Á sunnanverðu Snæfellsnesi var mjög hvasst og fór vindur á Hafursfelli til að mynda í 54 m/sek í hviðum. Ennþá er ófært á sunnanverðu Snæfellsnesi og mjög hvasst. Einnig er ófært á Laxárdalsheiði, þæfingsfærð er á Svínadal og fjallvegirnir um Bröttubrekku og Holtavörðuheiði eru lokaðir. Því er spáð að dragi úr vindi í kvöld og má því búast við slæmum aðstæðum til aksturs víða í allan dag. Gul viðvörun er í dag fyrir Faxaflóasvæðið en áfram appelsínugul fyrir Faxaflóa og Vestfirði, þar sem víða er snjóflóðahætta.

Líkar þetta

Fleiri fréttir