Blásið til íbúaþings á Akranesi um atvinnumál

Akraneskaupstaður efnir í næstu viku til íbúaþings þar sem atvinnulíf á Akranesi verður til umræðu. Markmið þingsins er að fá íbúa og fyrirtækjaeigendur að borði og ræða uppbyggingu atvinnulífs á Akranesi með sérstakri áherslu á Breið og nágrenni, í samstarfi við Brim og fleiri fyrirtæki. „Metnaður bæjarins er að byggja upp öflugt atvinnulíf á Akranesi í góðu samstarfi fyrirtækja, félagasamtaka, stofnana og íbúa,“ segir í tilkynningu.

Fundarstjóri verður Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri en með honum verða Steinþór Pálsson og Sævar Kristinsson frá KPMG. „Á fundinum verða kynntar nýjar sviðsmyndir um framtíð atvinnulífs á Vesturlandi. Í kjölfarið verða ræddir ólíkir valkostir um uppbyggingu atvinnulífs á Akranesi með áherslu á Breið og nágrenni. Boðið verður upp á súpu og brauð.

Þingið verður haldið á Garðavöllum, frístundahúsi Golfklúbbsins Leynis, miðvikudaginn 22. janúar frá kl. 18:00-20:00. Til að áætla fjölda og undirbúa veitingar er óskað eftir tímanlegri skráningu á www.akranes.is/is/ibuathing Akraneskaupstaður hvetur íbúa til að skrá sig og fjölmenna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Unglingalandsmóti frestað

Framkvæmdarnefnd Unglingalandsmóts UMFÍ í samráði við sóttvarnarlæknir og Almannavarnir hafa ákveðið að fresta mótinu sem fara átti fram á Selfossi... Lesa meira

Ýmiskonar ferðamáti

Nýliðin helgi var líklega einhver stærsta ferðahelgi í langan tíma á Snæfellsnesi enda veðurspáin hagstæð og því mikið af ferðalöngum... Lesa meira