Víða er hvasst í landshlutanum. Ljósm. ki.

Bálhvasst víða og vegir lokaðir

Hann hefur blásið hraustlega í landshlutanum í nótt og í morgun, svo ekki sé meira sagt og á allnokkrum stöðum eru vegir lokaðir eða ófærir.

Vindhraði á Kjalarnesi hefur verið nálægt 30 m/s frá því um eittleytið í nótt. Vindhraði í hviðum hefur almennt verið milli 40 og 45 m/s í alla nótt, en fór upp í 52 m/s núna kl. 10:30. Nú um ellefuleytið er vindhraði á Kjalarnesi 27 m/s en 43 m/s í hviðum.

Undir Hafnarfjalli er vindhraði 26 m/s og 33 m/s í hviðum þegar þessi orð eru rituð, en þar hefur verið örlítið hægara en á Kjalarnesi í nótt og morgun. Vindhraði undir Hafnarfjalli hefur verð milli 20 og 26 m/s frá miðnætti en hviður allt að 40 m/s í nótt.

Blákhvasst er við Hraunsmúla þegar þessi orð eru rituð, 29 m/s og yfir 51,5 m/s í hviðum. Þar hefur verið mjög hvasst í alla nótt, vindhraði milli 25 og 30 m/s og hviður milli 40 og 50 m/s. Ófært er á sunnanverðu Snæfellsnesi, á Útnesvegi og Fróðárheiði er lokuð.

Vindhraði á Bröttubrekku hefur verið heldur að aukast eftir því sem líður á morguninn. Núna um ellefuleytið voru þar 27 m/s og 33 m/s í hviðum, en fór mest upp í 28 m/s og 40 m/s í hviðum á tíunda tímanum. Brekkan er lokuð sunnan megin og þá er Holtavörðuheiði einnig lokuð.

Þæfingur og stórhríð er á Svínadal, 26 m/s og 41 m/s í hviðum. Hefur vindhraðinn verið um það bil þannig frá því um sexleytið í morgun. Laxárdalsheiði er ófær að norðanverðu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Nýr formaður SFS

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma á Siglufirði, hefur tekið við formennsku af Jens Garðari Helgasyni í Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Tveir... Lesa meira