Víða er hvasst í landshlutanum. Ljósm. ki.

Bálhvasst víða og vegir lokaðir

Hann hefur blásið hraustlega í landshlutanum í nótt og í morgun, svo ekki sé meira sagt og á allnokkrum stöðum eru vegir lokaðir eða ófærir.

Vindhraði á Kjalarnesi hefur verið nálægt 30 m/s frá því um eittleytið í nótt. Vindhraði í hviðum hefur almennt verið milli 40 og 45 m/s í alla nótt, en fór upp í 52 m/s núna kl. 10:30. Nú um ellefuleytið er vindhraði á Kjalarnesi 27 m/s en 43 m/s í hviðum.

Undir Hafnarfjalli er vindhraði 26 m/s og 33 m/s í hviðum þegar þessi orð eru rituð, en þar hefur verið örlítið hægara en á Kjalarnesi í nótt og morgun. Vindhraði undir Hafnarfjalli hefur verð milli 20 og 26 m/s frá miðnætti en hviður allt að 40 m/s í nótt.

Blákhvasst er við Hraunsmúla þegar þessi orð eru rituð, 29 m/s og yfir 51,5 m/s í hviðum. Þar hefur verið mjög hvasst í alla nótt, vindhraði milli 25 og 30 m/s og hviður milli 40 og 50 m/s. Ófært er á sunnanverðu Snæfellsnesi, á Útnesvegi og Fróðárheiði er lokuð.

Vindhraði á Bröttubrekku hefur verið heldur að aukast eftir því sem líður á morguninn. Núna um ellefuleytið voru þar 27 m/s og 33 m/s í hviðum, en fór mest upp í 28 m/s og 40 m/s í hviðum á tíunda tímanum. Brekkan er lokuð sunnan megin og þá er Holtavörðuheiði einnig lokuð.

Þæfingur og stórhríð er á Svínadal, 26 m/s og 41 m/s í hviðum. Hefur vindhraðinn verið um það bil þannig frá því um sexleytið í morgun. Laxárdalsheiði er ófær að norðanverðu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Héldu tombólu fyrir RKÍ

Þær Esther Nanna Lýðsdóttir og Þóra Birna Jónsdóttir héldu nýverið tombólu til stuðnings Rauða krossinum. „Þessar duglegu stelpur söfnuðu 9.058... Lesa meira

Reykhóladagar að baki

Hinir árlegu Reykhóladagar voru haldnir hátíðlegir dagana 24.-26. júlí síðastliðna. Dagskráin í ár var nokkuð lágstemmdari en verið hefur undanfarin... Lesa meira