Umferð á hringveginum í Borgarfirði.

Skoða samgöngumál við endurskoðun aðalskipulags

Á fundi skipulags- og byggingarnefndar Borgarbyggðar í liðinni viku var tekin umræðu um endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022. Í bókun segir að fjallað hafi verið um samgöngumál. „Nefndin telur að skoða þurfi legu stofnvega og hringveg um sveitarfélagið í samvinnu við samgöngu- og sveitastjórnarráðneytið.“ Guðmundur Freyr Kristbergsson formaður nefndarinnar segir í samtali við Skessuhorn að í þessu endurskoðunarferli aðalskipulagsins verði teknir fyrir ákveðnir hlutar aðalskipulagsins. „Á þessum fundi okkar í síðustu viku ræddum við stuttlega um samgöngur; allt frá göngu-, hjólreiða- og reiðstígum til hringvegarins. Hins vegar var umræðan um hvar vegir ættu að liggja engin þar sem við vorum sammála um að taka skyldi saman gögn með hugmyndum sem hafa komið fram í gegnum tíðina. Þá er einnig meiningin að opna á samtal við ráðuneytið varðandi hvaða hugmyndir eru þar um legu vega og hvað menn sjá fyrir sér í vegamálum. Þessi umræða er sumsé á algjöru upphagsstigi og verður gaman að sjá hvert hún leiðir okkur,“ segir Guðmundur Freyr.

Líkar þetta

Fleiri fréttir