Lítið skyggni við vetraraðstæður. Ljósm. úr safni/ kgk.

Gul viðvörun eftir hádegi á morgun og fram á þriðjudagskvöld

Ekkert lát er á kröppum vetrarlægðum sem ganga innyfir landið hver á fætur annarri. Nú er gul viðvörun í gildi fyrir Faxaflóasvæðið og Breiðafjörð frá því á hádegi á mánudag og fram á þriðjudagskvöld. Spáð er vaxandi norðaustanátt síðdegis á morgun, víða verða él og skafrenningur með tilheyrandi erfiðum skilyrðum til aksturs. Við Faxaflóa verða mjög snarpar vindhviður við fjöll, hvassast við Hafnarfjall, á Kjalarnesi og á sunnanverðu Snæfellsnesi. „Talsverðar líkur eru á samgöngutruflunum og ekkert ferðaveður,“ segir í tilkynningu Veðurstofunanr. Við Breiðafjörð er spáð norðaustan 20-28 m/sek með éljum og skafrenningi. Sömuleiðis talsverðar líkur á samgöngutruflunum og ekkert ferðaveður.

Líkar þetta

Fleiri fréttir