Haldið til leitar við rætur fjallsins. Ljósm. Landsbjörg.

Bjargað úr sjálfheldu á Vífilsfjalli

Undir kvöld í gær, laugardag, var óskað eftir aðstoð björgunarsveita vegna konu sem var í sjálfheldu ofarlega í Vífilsfelli, sem er nálægt þjóðveginum við Sandskeið. Konan var ein á ferð og óslösuð. Í fjallinu var snjór og svellbunkar inn á milli og því þurfti að fara að öllu með gát. Óskað var eftir björgunarsveitarfólki sem er sérþjálfað í björgun í fjalllendi. Mikil áhersla var lögð á að tryggja öryggi björgunarmanna sem héldu á fjallið laust fyrir klukkan sjö um kvöldið og eins konunar þegar henni var bjargað úr sjálfheldunni. Aðgerðir tókust með ágætum og komust allir óslasaðir af fjallinu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir