Umferð á Kjalarnesi. Ljósm. úr safni.

Vesturlandsvegur opnaður að nýju

Búið er að opna fyrir umferð um Vesturlandsveg í Kollafirði eftir að honum hafði verið lokað vegna alvarlegs umferðaslyss rétt fyrir hádegi í dag. Stór ruslagámur virðist hafa losnað af vöruflutningabíl á leið í norðurátt og lenti gámurinn á tveimur bílum sem komu úr gagnstæðri átt, vörubíl og litlum fólksflutningabíl. Ökumenn beggja bílanna sem fengu gáminn á sig voru fluttir á spítala og lagðir inn á gjörgæsludeild. Vegagerðin varar við sterkjum vindhviðum á Kjalarnesi fram undir kvöld.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mottumars er hafinn

Átaki Krabbameinsfélagsins, Mottumars, var formlega hrundið af stað síðastliðinn föstudag. Átakið snýst um, eins og landsmenn þekkja, krabbamein í körlum.... Lesa meira