Sumarfjör í Dölum. Ljósm. úr safni Steina Matt.

Vestlendingar eru nú 16.663

Íbúar í tíu sveitarfélögum á Vesturlandi voru 16.663 um nýliðin áramót, þremur færri en mánuði áður, en 116 fleiri en þeir voru 1. desember 2018. Í desember fjölgaði íbúum mest á landsvísu í Dalabyggð, en þar búa nú 639 íbúar en voru 634 þann 1. desember. Nemur það 0,8% fjölgun. Íbúum fækkaði í mánuðunum í Stykkishólmi, Snæfellsbæ og Borgarbyggð, en frávik eru í öllum tilfellum minniháttar eða sem nemur einni lítilli fjölskyldu. Á Akranesi eru nú búsettir 7.534 íbúar og hefur á þrettán mánaða tímabili fjölgað um 113, en sú breyting jafngildir nær allri fjölgun í landshlutanum frá 1. desember 2018.

Líkar þetta

Fleiri fréttir