
Uppbókað á Mannamót landshlutanna í næstu viku
Mannamót Markaðsstofa landshlutanna í ferðaþjónustu verður haldið í íþróttahúsinu Kórnum í Kópavogi næstkomandi fimmtudag frá klukkan 12-17. Öll pláss fyrir sýnendur á Mannamóti hafa nú verið seld, en 270 pláss voru í boði. Ásóknin sýnir hve mikilvægur viðburður þetta er fyrir íslenska ferðaþjónustu.