Bjarni Ólafsson AK mun taka þátt í loðnuleit ásamt Hákoni EA og Árna Friðrikssyni.

Tveir togarar í loðnuleit með Árna Friðrikssyni

Í byrjun næstu viku mun rannsóknaskipið Árni Friðriksson halda til loðnuleitar og mælinga ásamt tveimur uppsjávarveiðiskipum Bjarna Ólafssyni AK-70 og Hákoni EA-148. Nokkurrar óvissu hefur að undanförnu gætt um þátttöku útgerða í loðnuleit, en nú hafa samningar tekist. Hafrannsóknastofnun hefur ótvírætt hlutverk að stunda stofnmælingar á loðnu líkt og á öðrum nytjastofnum og á grunni þeirra að veita stjórnvöldum ráðgjöf um veiðar úr þeim. „Það var mat Hafrannsóknastofnunar að þörf væri á að fá tvö skip í tvær mælingar frá útgerðinni auk RS. Árna Friðrikssonar,“ segir í tilkynningu samhliða því að kynnt er að skipin þrjú halda til leitar í næstu viku. Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson er nú á leið í slipp með bilaða vél og er að auki óhentugur í loðnuleit vegna smæðar sinnar. Þá er hann ekki með fellikjöl þannig að skipið er fljótt slegið út í bergmálsmælingum ef eitthvað er að veðri og sjólagi.

Áætlun er að ná mælingu á loðnu í janúar og aftur í fyrri hluta febrúar og verða niðurstöður þeirra notaðar til grundvallar fyrir fiskveiðráðgjöf vetrarvertíðarinnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mottumars er hafinn

Átaki Krabbameinsfélagsins, Mottumars, var formlega hrundið af stað síðastliðinn föstudag. Átakið snýst um, eins og landsmenn þekkja, krabbamein í körlum.... Lesa meira