Söngbræður hafa frestað árlegri matar- og sönghátíð

Fyrirhugaðri matarveislu og skemmtilkvöldi Karlakórsins Söngbræðra, sem vera átti í félagsheimilinu Þinghamri á laugardagskvöldið, hefur verið frestað vegna veðurútlits og færðar. Að sögn Sigurgeirs Þórðarsonar stjórnarmanns í kórnum er hluti kórfélaga innilokaður vegna færðar heima hjá sér á Ströndum og því útséð með að þeir geti mætt, jafnvel þótt veður gangi niður fyrir annað kvöld í Borgarfirði. Sigurgeir segir að ný dagsetning hafi verið ákveðin laugardaginn 29. febrúar, á sama stað og tíma, þ.e. í Þinghamri klukkan 20. Sem fyrr verður í boði hrossakjöt og svið frá Fjallalambi, söngur og gamanmál. Áhugasamir mat- og söngdýrkendur taki því frá hlaupársdagskvöld.

Líkar þetta

Fleiri fréttir