Hjónanámskeið Þórhallar framundan

„Örfá pláss eru enn laus á fyrsta hjónanámskeið ársins 2020. Það verður haldið í Reykjavík fimmtudaginn 30. janúar og hefst kl. 19.00. Þar með er hafið tuttugasta og fjórða starfsár þessara námskeiða,“ segir í tilkynningu frá Þórhalli Heimissyni.

„Námskeiðið byggir á fyrirlestrum og verkefnum og stendur aðeins eitt kvöld. Enginn þarf að tjá sig frekar en hann vill. Að námskeiðinu loknu fá pörin með sér heim 7 vikna heimaverkefni sem hefur reynst frábærlega í gegnum árin. Námskeiðið hentar öllum pörum, giftum, í sambúð, ungum, gömlum, – óháð kynhneigð og trú, – og bæði þeim sem vilja gera gott betra sem hinum sem þurfa að taka á sínum málum. Fjallað er um: Vonir og væntingar í sambúðinni, vandamál sem upp geta komið, kynlífið, börnin og unglingana, fjármálin, framhjáhald, áfengið, – en fyrst og fremst lausnir og hvernig hægt er að auka hamingjuna í sambandinu.“

Áhugasamir skrái sig með að senda póst á: thorhallur33@gmail.com Verð á námskeiðinu er 15.500 kr fyrir parið og er allt innifalið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir