Óveður á Holtavörðuheiði. Ljósm. úr safni.

Suðvestan hríð með hvassviðri og samgöngutruflunum

Í dag er spáð suðvestan hríðarveðri um allt vestanvert landið og miðhálendið. Gul viðvörun er í gildi fyrir Faxaflóasvæðið en appelsínugul fyrir Breiðafjörð og Vestfirði. Gert er ráð fyrir að í dag verði suðvestan stormur, rok eða jafnvel ofsaveður með dimmum éljum á öllu vestanverðu landinu til kvölds, en þá fer að draga úr veðurhæð. Hætta á snjóflóðum er til staðar á Vestfjörðum.

Á Breiðafjarðarsvæðinu verður suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 20 til 28 m/s með éljagangi og skafrenningi. Lélegt skyggni verður, einkum í éljum, og áfram slæm akstursskilyrði. Víðtækar samgöngutruflanir eru líklegar, lokanir á vegum og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð á vegum.

Á Faxaflóasvæðinu verður sömuleiðis suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 18 til 28 m/s, éljagangur og skafrenningur. Hvassast og úrkomumest verður á Mýrum og Snæfellsnesi. Takmakað eða lélegt skyggni í éljum og áfram slæm akstursskilyrði. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð.

Líkar þetta

Fleiri fréttir