Ráðstefna um frumkvöðla og nýsköpun í lífi og starfi

Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi gengst með ráðstefnu í Hjálmaklett í Borgarnesi á fimmtudaginn næstkomandi, 16. janúar, undir yfirskriftinni Ungir frumkvöðlar og nýsköpunarhugsun í lífi og starfi. Ráðstefnan, sem fer að mestu fram á ensku, hefst klukkan 9:00 og stendur til klukkan 13:00. Hér er um að ræða lokahnikk í Evrópuverkefni sem kallast FEENIICS, sem Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi hefur verið þátttakandi í. Verkefnið snýst um að þróa námskeið og námsefni fyrir ungt fólk og efla þátttakendur sem frumkvöðla á vinnustað og virkja nýsköpunarhugsun. Að vera frumkvöðull á vinnustað eða vera nýskapandi í starfi getur gefið ungu fólki aukna möguleika á vinnumarkaði.

Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu á ráðstefnuna er hægt að finna á Facebook viðburðinum:

„Ungir frumkvöðlar og nýsköpunarhugsun í lífi og starfi“.

Líkar þetta

Fleiri fréttir