Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson

Jón Atli áfram rektor HÍ

Háskólaráð samþykkti á fundi sínum í dag að tilnefna Jón Atla Benediktsson, prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði, í embætti rektors Háskóla Íslands til næstu fimm ára. Jón Atli hefur gegnt embættinu frá árinu 2015. Embætti rektors Háskóla Íslands var auglýst laust til umsóknar í desember og rann umsóknarfrestur út 3. janúar sl. Ein umsókn barst um embættið, frá Jóni Atla Benediktssyni.

Sérstök undirnefnd háskólaráðs metur hvort umsækjendur um starf rektors uppfylli sett skilyrði um embættisgengi. Háskólaráð ákvað á fundi sínum í dag að rita mennta- og menningarmálaráðherra bréf og tilnefna Jón Atla Benediktsson sem rektor Háskóla Íslands fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.

Líkar þetta

Fleiri fréttir