Fjallvegir lokaðir og víða þung færð

Vetrarfærð er um mestallt land og sumsstaðar vonskuveður samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Vegir eru víða ýmist ófærir eða lokaðir. Á Snæfellsnesi eru flestar leiðir ófærar eða þungfærar, þar sem hálka eða snjóþekja er og sumsstaðar þæfingur og þónokkur snjókoma víða. Ófært er á Laxárdalsheiði. Vatnaleið er aðeins fær fjórhjóladrifsbílum, Brattabrekka er lokuð og sömuleiðis Holtavörðuheiði. Miðað við veðurútlit í dag er ekki að vænta að þessir vegir verði opnaðir og búast má við lokunum víðar. Gul og appelsínugul viðvörun er fyrir allt vestanvert landið til kvölds vegna hvassrar suðvestanáttar og stórhríðar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir