Skipholt 1. Ljósm. þa

Fallega skreytt hús og glæsilegasta piparkökuhúsið

Menningarnefnd Snæfellsbæjar óskaði eftir tillögum frá íbúum um fallega skreytt jólahús í Snæfellsbæ ásamt keppni um fallegasta piparkökuhúsið. Voru piparkökuhúsin til sýnis í Þín Verslun Kassinn og gáta bæjarbúar skoðað þau þar. Menningarnefnd tilkynnti svo sigurvegarana á sunnudeginum fyrir jól. Að þessu sinni var jólahús Snæfellsbæjar valið Skipholt 1 en þar búa hjónin Gylfi Scheving og Jóhanna Hjelm ásamt dóttur sinni Kristínu Scheving. Verðlaun fyrir fallegasta piparkökuhúsið fékk Soffía Elín Egilsdóttir en mikil fjölgun var á þátttakendum í keppninni um piparkökuhúsið að þessu sinni og tóku níu hús þátt. Það voru þær Svandís Jóna Sigurðardóttir og Rut Ragnarsdóttir sem afhentu viðurkenningarnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir