Fjölmenni sótti þrettándabrennu og flugeldasýningu á Akranesi á mánudagskvöldið. Ljósm. kgk.

Engin flugeldaslys á Vesturlandi um nýliðin áramót

Áramótin fóru að mestu friðsamlega fram í umdæmi Lögreglustjórans á Vesturlandi að þessu sinni. Mest um vert var að engin slys voru tilkynnt af völdum flugelda í umdæminu þessi áramótin, að sögn lögreglu. Aðfararnótt gamlársdags sást til manna sem óku um Akranesbæ og köstuðu flugeldum út úr bíl. Hafðist uppi á mönnunum sem lofuðu að gera þetta aldrei aftur. Þá var eitthvað um að fólk hafi ekki alltaf sýnt nægilega nærgætni þegar það var að skjóta upp flugeldum á áramótunum og reyk af þeim lagt yfir bíla og hús nágranna. Lögregla minnir á að efnin í flugeldum eru eitruð og þau geta, ef þau liggja til dæmis á lakki bifreiða, valdið skemmdum á því. Að öðrum kosti fóru áramótin almennt séð vel fram, að sögn lögreglu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir