Rafmagnslaust í Borgarfirði

Rafmagnstruflanir eru á Norðurárdalslínu. Straumlaust er frá Vatnshömrum að Varmalandi. Verið er að skipta um brotinn einangrara og er áætlað að þeirri vinnu ljúki um kl. 12:00 á hádegi, að því er fram kemur í tilkynningu Rarik.

Einnig er straumlaust við Hreðavatn vegna bilunar á línunni. Bilanaleit hefur ekki komist á staðinn enn til að athuga með bilunina vegna óveðurs og ófærðar. Þá er einnig straumlaust frá Klettastíu að Sveinatungu í Norðurárdal.

Líkar þetta

Fleiri fréttir