Perlað af Krafti á Akranesi í dag

Kraftur hvetur alla sem eru búsettir á Akranesi og nágrenni að perla með sér nýtt „Lífið er núna“ armband í dag, miðvikudaginn 8. janúar. Kraftur mun þá leggja leið sína í bæjarfélagið og verður í Grundaskóla milli klukkan 16:30 og 20:00. „Armböndin sem um ræðir eru í sannkölluðum norðurljósalitum og eru sérstök afmælisarmbönd í tilefni 20 ára afmæli Krafts. Armböndin eru með áletruninni „Lífið er núna“ og eru auðveld í samsetningu svo að allir geta tekið þátt, börn sem fullorðnir. Þetta er skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna og tilvalið tækifæri að láta gott af sér leiða. Með því að taka þátt í viðburðinum er fólk að hjálpa Krafti að standa við bakið á ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum þar sem armböndin eru seld til styrkar félaginu,“ segir í tilkynningu.

Öll armböndin eru perluð í sjálfboðavinnu og því mikil hugsjón lögð í  hvert armband. Norðurljósaarmböndin eru einnig seld í vefverslun félagsins www.kraftur.org/vefverslun en þau eru seld í takmörkuðu upplagi í tilefni af 20 ára afmæli Krafts, félags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir