Giftusamleg björgun stórs hóps ferðafólks

Björgunarsveitir Landsbjargar á sunnan- og suðvestanverðu landinu voru kallaðar út í gærkvöldi til leitar og björgunar á stórum hópi fólks sem var í ferð á snjósleðum við rætur Langjökuls. 39 erlendir ferðamenn auk fararstjóra frá ferðaþjónustufyrirtæki var þá strand í afar slæmu veðri, þar sem skyggni var ekkert og mikill skafrenningur. Hluti hópsins gróf sig í fönn. Margir voru orðnir kaldir og hraktir. Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks á snjóbílum og jeppum fór til leitar og björgunar við Skálanes. Eftir að búið var að koma fólkinu í bíla var ekið með það í skjól á Gullfosskaffi þar sem sjúkraflutningamenn, björgunarsveitafólk og sjálfboðaliðar frá RKÍ tóku á móti hópnum, hlúðu að því og mátu ástand þeirra. Síðustu ferðalangarnir komu í hús laust fyrir klukkan 6 í morgun. Nú er ekið með fólkið áleiðis til Reykjavíkur.

Meðfylgjandi eru myndir Landsbjargar frá vettvangi um miðnætti í gær og úr bílum á leiðinni á vettvang fyrir miðnætti.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira