Forsvarsmenn Mountaineers of Iceland með dólg við blaðamann

Fréttablaðið hefur í dag verið í samskiptum við forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineer of Icaland sem skipulagði og ber ábyrgð á snjósleðaferð með 39 manna hóp á Langjökul í gær, þvert á viðvaranir um válynt veður. Björgunarsveitum tókst að bjarga öllum hópnum til byggða í nótt, en þá voru margir orðnir mjög kaldir af vosbúð á jöklinum. Í fyrstu vildu forsvarsmenn Mountaineers of Iceland ekki tjá sig við blaðamann Fréttablaðsins og kváðust ætla að rannsaka sjálfir innanhúss ástæðu þess að farið var með hópinn út í tvísýnt veður og færð. Þegar blaðamaður Fréttablaðsins gekk frekar á forsvarsmann fyrirtækisins sagði hann blaðamanni einfaldlega að „grjóthalda kjafti.“ Gert er ráð fyrir að Lögreglan á Suðurlandi rannsaki málið.

Sjá nánar frétt á vef Fréttablaðsins.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir