Rarik að störfum. Samsett mynd úr safni frá Rarik.

Enn er straumlaust á Norðurárdalslínu

Starfsfólk Rarik hefur í alla nótt unnið að bilanaleit og viðgerðum á flutningskerfi raforku á þremur stöðum í Borgarfirði. Í gærkvöldi fór rafmagn af línunni frá Vatnshömrum og að Hafnarmelum. Viðgerð lauk kl. 21:43. Þá fór rafmagn einnig af flutningslínunni frá Eskiholti í Borgarhreppi í Varmaland í Stafholtstungum. Viðgerð þar lauk laust fyrir klukkan 6 í morgun. Enn er rafmagnslaust á Norðurárdalslínu og unnið að því að ráða bót á því. Norðdælingar hituðu því morgunkaffið sitt á prímus nú í morgunsárið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir