Meðfylgjandi viðvaranir gilda til klukkan 18 í dag.

Áfram eru viðvaranir vegna veðurs

Appelsínugul viðvörun er nú gefin út af Veðurstofunni til klukkan 18 í dag vegna veðurs á eftirtöldum svæðum: Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi vestra sem og Norðurlandi eystra. Gul viðvörun er vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Vestfjörðum, Austfjörðum, Suðausturlandi og miðhálendinu.

Við Faxaflóa er í dag spáð suðvestan 15-25 m/s. Búast má við talsverðri snjókomu eða éljagangi með skafrenningi og takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Afmarkaðar samgöngutruflanir eru líklegar. Við Breiðafjörð er spáð vestan 18-25 m/s, fyrst sunnantil. Búast má við talsverðri snjókomu eða éljagangi og skafrenningi og takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Samgöngutruflanir eru líklegar.

Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.

Líkar þetta

Fleiri fréttir