Víkingur Ólafsvík er Íslandsmeistari í innanhússfótbolta

Úrslitakeppnin í Futsal fór fram um síðustu helgi. Keppt var í átta liða úrslitum á föstudagskvöldinu. Þar komust áfram lið Aftureldingar/Hvíta riddarans, Ísbjarnarins, Víkings Ólafsvík og Íslandsmeistararnir 2019 Vængir Júpíters. Fjögurra liða úrslitin voru spiluð á laugardeginum. Þar sló Ísbjörninn út íslandsmeistarana í Vængjum Júpíters með tveim mörkum gegn einu og Víkingur Ólafsvík lagði Aftureldingu/Hvíta riddarann í hörkuleik sem endaði 5 – 3 en framlengja þurfti báðum leikjunum þennan dag. Á sunnudeginum fór svo úrslitaleikurinn fram þar sem Ísbjörninn og Víkingur Ólafsvík mættust í hörkuleik og var staðan 1 – 1 eftir venjulegan leiktíma. Var mikill hasar í framlengingunni þar sem lokatölur urðu 3 – 5 Víkingi Ólafsvík í vil og þeir því Íslandsmeistarar í Futsal 2020.

Víkingur hefur gert góða hluti í innanhússboltanum undanfarin ár og vann Íslandsmótið árin 2015 og 2016. Árið 2017 töpuðu Víkingar fyrir Selfossi í úrslitaleiknum og fyrir Vængjum Júpíters í undanúrslitum bæði árið 2018 og 2019.

Líkar þetta

Fleiri fréttir