Úrkomusvæðið að færast yfir landið

Veðurstofan gerir ráð fyrir að veður versni allverulega nú þegar líður á daginn og slæmt veður og færð verði fram á morgundaginn hið minnsta. Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir allt landið í dag og til nónbils á morgun, miðvikudag. Djúp og víðáttumikil lægð er að ganga norðaustur yfir landið. Eins og sjá má á meðfylgjandi skjámynd af veðurvefnum windy.com er úrkomubakkinn nú kominn inn á Reykjanes og mun færast norðaustur yfir landið síðdegis og í kvöld.  Nú er því að ganga í suðvestan 18-25 m/sek með éljum um landið sunnan- og suðvestanvert og síðar í kvöld á norður- og austurlandi.

Lesendur eru hvattir til að fylgjast með á windy.com

Líkar þetta

Fleiri fréttir