Umsækjendur um starf sveitarstjóra Borgarbyggðar

Eins og nýverið var greint frá sóttu 18 um starf sveitarstjóra Borgarbyggðar sem auglýst var í desember síðastliðnum. Þrír þeirra drógu umsóknir sínar til baka og hafa nöfn fimmtán umsækjenda nú verið birt. Um starfið sækja 12 karlar og þrjár konur. Á næstu dögum verður farið yfir umsóknirnar og ákveðið hvaða umsækjendur verða kallaðir í viðtöl. Það er fyrirtækið Intellecta sem annast ráðningarferlið í samstarfi við sveitarstjórn.

Umsækjendur um starfið eru í stafrófsröð:

 

Aðalsteinn Júlíus Magnússon, framkvæmdastjóri

Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradalshrepps.

Ásgeir Sæmundsson, rafvirki

Bjarni Ó Halldórsson, rekstrarhagfræðingur

Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur

Eva Hlín Alfreðsdóttir, verkefnastjóri

Eyjólfur Vilberg Gunnarsson, forstöðumaður

Guðni Halldórsson, framkvæmdastjóri

Hafdís Vala Freysdóttir, forstöðumaður

Jón Fannar Guðmundsson, sérfræðingur

Ólafur Kjartansson, viðskiptastjóri

Sæmundur Ásgeirsson, verkstjóri

Þorsteinn Valur Baldvinsson, jarðvinnuverkstjóri

Þórdís Sif Sigurðardóttir, sviðsstjóri

Þórólfur Árnason, verkfræðingur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir