Þrettándagleði að hefjast á Akranesi

Rétt í þessu var stór hópur ungmenna og annarra bæjarbúa á leið á þyrlupallinn á Jaðarsbökkum þar sem árleg þrettándabrenna og flugeldasýning Björgunarfélags Akraness er að hefjast. Gengið var fylktu liði frá Þjóðbraut 13 í fylgd lögreglu. Fremst í flokki var trommusveit tónlistarskólans, þá álfadrottning og -kóngur, álfar, jólasveinar og glaðir krakkar. Veður er með besta móti, hægviðri og blíða. Að lokinni brennu er bæjarbúum boðið í íþróttahúsið á Jaðarsbökkum þar sem lýst verður kosningu á Íþróttamanni Akraness 2019.

Líkar þetta

Fleiri fréttir